Trefjaplast


Lauflétt

Trefjaplast er 40-70% léttara en stál 15-25% léttara en ál.
Þetta þýðir meiri hraði og minni eldsneytisnotkun.
Það er ástæðan fyrir því að hagkvæmustu fiskiskipin, hraðskreiðir Formúlu 1
bílar og nýjustu flugvélarnar eru smíðaðar úr trefjaplasti.

Styrkur

Fólk sem ekki þekkir til trefjaplasts spyr gjarnan hvort það þurfi ekki að styrkja hluti úr trefjaplasti með stáli.
Svarið er: Nei.
Togstyrkur glertrefjaplasts er 5-6 sinnum meiri en togstyrkur stáls. Snúningsvægisþol koltrefjanna er bara fáránlegur.
Sjá hér, hér og hér.

Lágmarks viðhald

Trefjaplastið krefst mun minna viðhalds en bæði stál og ál.
Viðhaldskostnaður trefjaplastskipa er 80% lægri en stálskipa.
Þetta þýðir að meðan stálskipin eru í slipp … eru trefjaplastskipin á veiðum.

Umhverfisvænt

Eldsneytiskostnaður skipa úr trefjaplasti er mun lægri en stálskipa.
Sama gildir um önnur farartæki; bíla og flugvélar.
Kolefnisspor bíla, báta og bygginga úr trefjaplasti er mun minna en þeirra sem byggð eru úr stáli eða steinsteypu.